67 staðfest smit í gær - 50 í sóttkví

16.10.2020 - 10:38
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
67 ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust í gær. Af þeim voru 50 í sóttkví við greiningu, eða um 75 prósent. Fjórir eru nú á gjörgæslu og 26 á sjúkrahúsi. 1.206 eru í einangrun og 2.823 í sóttkví.

Alls voru 2.715 sýni úr innanlandsskimun greind í gær. Nýgengi smita, fjöldi smita síðustu 14 daga á hverja hundrað þúsund íbúa, heldur áfram að aukast og hefur aldrei verið jafn mikið. Það er nú 289,1.

Tvö smit greindust á landamærunum í gær en enn er beðið eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum. 

Í gær var greint frá því að átján hefðu greinst með COVID-19 í skimun á landamærunum í fyrradag. Svo mörg smit hafa ekki greinst þar á einum degi síðan landamæraskimun hófst. Farþegarnir átján eru allir með virkt smit.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi