Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mikið tollfrelsi en óhikað má endurskoða tollasamninga

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Nær væri að endursemja um tollamál við Evrópusambandið en að segja tollasamningum við það upp. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra á Alþingi í morgun.

Ráðherrann sat fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í þinginu í morgun þar sem þetta kom fram. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar velti upp spurningum varðandi tollamál.

Bjarni sagði samninginn við Evrópusambandsins ekki hafa að fullu gengið upp gagnvart Íslandi. Hann tiltók að rannsaka þurfi sérstaklega tölur um útflutning frá ríkjum sambandsins sem séu ekki í samræmi við innflutningstölur hér á landi.

Bjarni kvað íslenskum stjórnvöldum hafa tekist að byggja upp mikið tollfrelsi í viðskiptum við landið og það eigi ekki aðeins við um Evrópusambandið. Þó þyrfti að skapa nýja tollflokka til að bregðast við því sem ráðherrann nefndi ranga flokkun á innfluttar vörur.

Einstaka sinnum komi upp ábendingar um tilvik sem þurfi að skoða sérstaklega, þar nefndi hann tolla á osta sem dæmi. Bjarni sagði almenna athugun gefa til kynna að fara ofan í saumana á slíku og það muni hann gera.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV