Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

„Ég var bara að deyja“

15.10.2020 - 17:12
Mynd: RÚV / RÚV
Umræðuþáttur um COVID-19 fer fram að loknum fréttum, íþróttum og veðri á RÚV í kvöld. Þar verður rætt um heimsfaraldur kórónuveirunnar og spurningum almennings svarað um faraldurinn. Þá deilir fólk sem hefur tekist á við sjúkdóminn reynslusögum sínum.

Hér að ofan má sjá brot af viðtali við þær Ásu Ólafsdóttur og Rósu Björk Gunarsdóttur sem báðar veiktust af veirunni fyrr á árinu. Nánar verður rætt við þær í þættinum í kvöld um veikindin og eftirköst þeirra.

Stefán Yngvason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi verður gestur í þættinum ásamt Þórólfi Guðnasyni og Sóleyju  Dröfn  Davíðsdóttur, forstöðusálfræðingi kvíðameðferðarstöðvarinnar. Þá verður einnig rætt við Daníel Guðbjartsson, yfirmann tölfræðideildar Íslenskrar erfðagreingar um líkur þess að smitast tvisvar af COVID-19.

Þátturinn verður í beinni útsendingu á RÚV klukkan 19:40, auk þess sem honum verður streymt hér á vefnum ruv.is

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV