Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Leiðtogar Gullinnar dögunar dæmdir

14.10.2020 - 11:58
epa03887740 Greek far-right wing party's Golden Dawn leader Nikos Michaloliakos (C) is escorted by policemen outside the Athens Police Headquarters, in Athens, 28 September 2013. Police in Greece have arrested the leader of the country's far-right Golden Dawn party, authorities said on 28 September 2013. The arrest of Nikolaos Michaloliakos and several other party officials comes as police are investigating the 17 September fatal stabbing of a left-wing activist and rapper, Pavlos Fissas. According to media reports Mihaloliakos and Ilias Kasidiaris, member of parliament and party press spokesman of Greek far-ight Chryssi Avghi (Golden Dawn), along with 34 others were arrested on charges of alleged formation of a criminal organisation.  EPA/SIMELA PANTZARTZI
Nikos Michaloliakos kemur í fylgd lögreglumanna inn á lögreglustöð í Aþenu haustið 2013. Mynd: EPA - ANA-MPA
Nikos Michaloliakos, stofnandi og stjórnandi gríska nýnasistaflokksins Gullinnar dögunar, var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að stýra glæpasamtökum sem reynt hafði verið að dulbúa sem stjórnmálaflokk. Eitt ár af dóminum er fyrir ólöglegan vopnaburð.

Fimm nánir samstarfsmenn hans voru einnig dæmdir til fangelsisvistar fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Einn þeirra er Ioannis Logos, sem situr á Evrópuþinginu sem óháður þingmaður. Dómsyfirvöld í Grikklandi þurfa að fara fram á það við þingið að Logos verði sviptur þinghelgi til þess að hægt verði að fullnægja dóminum. 

Þessu til viðbótar hlaut félagi í Gullinni dögun lífstíðarfangelsi fyrir að myrða gríska rapparann Pavlos Fyssas árið 2013. Það ódæði varð til þess að rannsókn var hafin á flokknum. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV