Belgar á toppinn eftir sigur í Laugardalnum

Mynd með færslu
 Mynd: MUMMI LÚ - RUV

Belgar á toppinn eftir sigur í Laugardalnum

14.10.2020 - 20:45
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Belgum í Þjóðardeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Tvö mörk Romelu Lukaku dugði belgíska liðinu til sigurs.

Það voru nokkuð sérstakar aðstæðurnar í landsleiknum í kvöld. Marga lykilmenn vantaði í hópinn og þjálfarar liðsins í sóttkví og fjarstýrðu liðinu úr glerbúri á vellinum. En Belgar byrjuðu af krafti og á níundu mínútu kom Romelu Lukaku gestunum yfir - ekkert sérlega óvænt enda sá markahæsti í sögu Belgíska landsliðsins.

Íslenska liðið lét það ekki koma sér úr jafnvægi og á sautjándu mínútu átti Rúnar Már Sigurjónsson góða sendingu á Birki Má Sævarsson sem afgreiddi boltann laglega fram hjá Simon Minjóle Mignolet í marki Belga. Staðan orðin jöfn 1-1. Á 37. mínútu braut Hólmar Örn Eyjólfssön á Lukaku innan teigs og Belgar fengu vítaspyrnu. Lukaku fór sjálfur á punktinn og sendi Rúnar Alex í markinu í vitlaust horn. Staðan því 2-1 og þannig stóð í leikhléi. Í síðari hálfleik hélt íslenska liðið því belgíska vel í skefjum og var fátt um góð færi í öllum seinni hálfleiknum. Leiknum lauk með 2-1 tapi Íslands og liðið því enn án stiga í Þjóðardeildinni að fjórum leikjum loknum.

Þar sem England tapaði fyrir Danmörku 1-0 þýða úrslitin það að Belgar fara á topp riðilsins.