Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

1.680 milljarðar í baráttu við COVID-19 í þróunarríkjum

epa08659053 An optometrist performs an eye test at the Phelophepa Health train in Springs, Johannesburg, 10 September 2020. The train consists of 5 clinics, and was initially deployed during the HIV/AIDS pandemic. Now it renders its usual health services as well as providing COVID-19 testing. South Africa is presently in level 2 lockdown but with infection rates dropping level 1 may be brought into effect shortly.  EPA-EFE/YESHIEL PANCHIA
 Mynd: epa
Stjórn Alþjóðabankans samþykkti í gær að veita tólf milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.680 milljarða króna, til að fjármagna kaup og dreifingu á bóluefni, sýnatöku og meðferð vegna COVID-19 í þróunarlöndum. Stefnt er að því að fjármagna bólusetningu allt að eins milljarðs manna með þessu framlagi, segir í yfirlýsingu frá bankanum.

Hluti af enn stærri fjárveitingapakka

Alls hyggst Alþjóðabankinn verja allt að 160 milljörðum Bandaríkjadala, ríflega 22 billjónum íslenskra króna, í að aðstoða þróunarríki í baráttunni við kórónaveirufaraldurinn næsta árið.

Með þessu sendir bankinn vísindaheiminum og lyfjaiðnaðinum skýr skilaboð um „að íbúar þróunarríkjanna þurfa líka að hafa aðgang að öruggum og skilvirkum COVID-19-bóluefnum,“ segir í yfirlýsingunni. Jafnframt er þessum fjármunum ætlað að standa straum af kostnaði við að undirbúa dreifingu bóluefnanna í stórum stíl um leið og þau verða aðgengileg, í samvinnu við alþjóðlega samstarfsaðila.

David Malpass, forstjóri Alþjóðabankans, segir í yfirlýsingunni að aðgangur að öruggum og skilvirkum bóluefnum og öflugum dreifikerfum sé „lykillinn að því að breyta gangi faraldursins og hjálpa löndum, sem nú ganga í gegnum hrikalegar efnahags- og fjármálaþrengingar, að rétta aftur úr kútnum.“