„Vel gert Rafa, þú átt þetta skilið“

epa08737127 Rafael Nadal of Spain poses with his trophy on the rooftop of the Galerie Lafayette department store one day after winning against Novak Djokovic of Serbia in their men's final match during the French Open tennis tournament at Roland ​Garros in Paris, France, 12 October 2020.  EPA-EFE/JULIEN DE ROSA
 Mynd: EPA-EFE - EPA

„Vel gert Rafa, þú átt þetta skilið“

13.10.2020 - 09:19
Spánverjinn Rafael Nadal vann um síðustu helgi risamóti í tennis í tuttugasta skipti. Hans helsti andstæðingur, og vinur, Roger Federer sendi honum hjartnæma kveðju.

Spánverjinn Rafael Nadal vann um síðustu helgi sinn þrettánda sigur á risamóti í tennis. Hann sigraði þá Novak Djokovic í úrslitum á Opna franska meistararamótinu. Nadal, Federer og Djokovic eru án vafa bestu tenniskappar allra tíma. Djokovic hefur nú unnið 17 risatitla og hinir tveir 20 hvor en  með sigrinum um helgina jafnaði Nadal titlamet Svisslendingsins Roger Federer. Sá birti færslu á Twitter þar sem hann óskaði vini sínum Nadal innilega til hamingju með titilinn:

„Ég hef alltaf haft mjög mikla virðingu fyrir vini mínum Nada sem manneskju og sem sigurvegara. Hann hefur verið minn helsti andstæðingur í mörg ár og ég trúi því að við höfum setta pressu á hvor annan til að verða betri íþróttamenn. Það er mér sannur heiður að óska honum til hamingju með tuttugasta risatitilinn. Það er stórmerkilegt að hann hafi nú unnið Opna franska meistaramótið 13 sinnum, sem er eitt mesta afrek sem hægt er að ná í íþróttum. Þá óska ég liðinu hans líka til hamingju því enginn getur gert þetta einn. Ég vona að tuttugu sé bara eitt skref í áframhaldandi vegferð okkar. Vel gert Rafa, þú átt þetta skilið.“

Tengdar fréttir

Tennis

Konungur leirsins vann opna franska í þrettánda sinn

Tennis

Djokovic og Nadal mætast í úrslitum Opna franska

Tennis

Djokovic vísað úr keppni fyrir að slá bolta í dómara

Tennis

Federer missir af tveimur risamótum vegna meiðsla