Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Þrjú kórónuveirusmit í Akurskóla

13.10.2020 - 11:08
Mynd með færslu
 Mynd: Akurskóli
Tveir starfs­menn og einn nem­andi úr Ak­ur­skóla í Reykja­nes­bæ hafa greinst með kór­ónu­veiru­smit. Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri segi að um 150 nem­end­ur í sjö­unda til tí­unda bekk ásamt starfs­mönn­um séu komn­ir í úr­vinnslu­sótt­kví.  

Mbl greindi fyrst frá og segir smitin hafa komið upp um helgina.

Sigurbjörg segir að þetta séu fyrstu smitin sem hafi komið upp í skólanum, þau séu aðeins í gagnfræðadeildinni og smitrakning sé í gangi. Hún segir að smitin hafi ekki áhrif á áttunda bekk og hálfan tíunda bekk skólans og þessir nemendur mæti því í skólann í fyrramálið. Aðrir nemendur fari í skimun á fimmtudag og föstudag. Kennarar í gagnfræðadeildinni verði í sambandi við þá nemendur heima. 

„Við vonum að það komi ekki upp fleiri smit og hugsum til starfsmanna og nemanda sem eru veikir,“ segir Sigurbjörg.