Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Þróa nýtt og einfaldara leiðakerfi strætó á Akureyri

12.10.2020 - 15:51
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Akureyrarbær vinnur nú að þróun á nýju leiðakerfi fyrir Strætisvagna Akureyrar. Horft til þess að einfalda kerfið og auka tíðni með styttri ferðum og beinni leiðum. Tillögur að nýju kerfi verða kynntar á næstu vikum.

Ríkur vilji bæjarbúa til að breyta kerfinu

Á síðasta ári hóf bærinn að kanna viðhorf bæjarbúa til leiðarkerfisins. Var það meðal annars gert með þjónustukönnun Gallup og með sérstöku samráði við börn og ungmenni. Þar kom í ljós ríkur vilji bæjarbúa til að endurskoða kerfið. Í kjölfarið var skipaður stýrihópur sem ber samanstendur af starfsfólki bæjarins, sérfræðingum Strætó bs., verkfræðistofunnar Eflu og fulltrúa notenda. Hópnum er ætlað að þróa nýjar tillögur.

Vilja einfalda kerfið og auka tíðni

Fram kemur á vef Akureyrarbæjar að hópurinn hafi horft til þess að einfalda kerfið og auka tíðni með styttri ferðum og beinni leiðum. Á sama tíma er lögð áhersla á að strætó nýtist betur í tengslum við íþróttir og tómstundir barna.

Tillögur hópsins verða kynntar á næstunni og þá mun Akureyrarbær leita eftir ábendingum frá íbúum, til dæmis varðandi legu leiða og staðsetningu stoppistöðva. Að því er fram kemur á vef bæjarins.