Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Lést af slysförum í vesturbæ Kópavogs

12.10.2020 - 15:59
Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
Karlmaður á þrítugsaldri fannst látinn í söfnunargámi Rauða krossins í vesturbæ Kópavogs á áttunda tímanum í morgun. Lögreglan telur að maðurinn hafi látist af slysförum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Fram kemur á visir.is að hugsanlega sé talið að maðurinn hafi fest sig í gámnum.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV