Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Ábending um eldsvoða barst ekki lögreglu

12.10.2020 - 07:51
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
Lögreglu barst ekki ábending um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu seint á föstudagskvöld. Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, staðfest­ir þetta í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Önnur tilkynning barst lögreglu klukkan hálf tvö á laugardag um bílinn, sem þá var illa brunninn. Líkamsleifar manns á fertugsaldri fundust í bílnum.

Að sögn Morgunblaðsins munu það hafa verið sumarhúsaeigendur sem hringdu í Neyðarlínuna til að láta vita af eldi hinum megin Sogsins á föstudagskvöld. Neyðarlínan hafi vísað þeim áfram á lögreglu en þar hafi síminn hringt út.

Oddur segir í samtali við Morgunblaðið að skoðað verði hvernig standi á því að tilkynningin barst ekki lögrelgu.