Konungur leirsins vann opna franska í þrettánda sinn

epa08736008 Rafael Nadal of Spain reacts after winning against Novak Djokovic of Serbia in their men’s final match during the French Open tennis tournament at Roland ​Garros in Paris, France, 11 October 2020.  EPA-EFE/YOAN VALAT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Konungur leirsins vann opna franska í þrettánda sinn

11.10.2020 - 16:11
Tveir af þremur bestum tennisköppum allra tíma mættust í úrslitum síðasta risamóts ársins í dag. Spánverjinn Rafael Nadal og Serbinn Novak Djokovic áttust þá við á Opna franska meistaramótinu. Leikurinn varð ekki eins spennandi eins og við var búist en Nadal vann nokkuð örugglega.

Nadal hafði fyrir leikinn unnið Opna franska mótið 12 sinnum eða lang oftast allra í sögunni. Hann hafði samtals unnið 19 risatitla á ferlinum fyrir leikinn en Novak Djokovic átti 17 risatitla fyrir úrslitaleikinn í dag. Aðeins Roger Federer hefur unnið fleiri, eða 20.

Opna franska mótið er eina risamótið sem er keppt á leirvöllum og vegna yfirburða sinna á leirmótum hefur Nadal fyrir löngu síðan fengið viðurnefnið Konungur leirsins. Hann sýndi líka af hverju strax í fyrsta setti í dag sem hann vann 6-0. Djokovic náði þó að vinna sig inn í leikinn og leyfði Nadal að hafa talsvert meira fyrir öðru settinu. Nadal vann það þó engu að síður 6-2 og þurfti þá bara að vinna eitt sett í viðbót.

Djokovic var þó ekki að baki dottinn og þriðja settið var svo jafnt að það fór í upphækkun. Þar sýndi konungur leirsins styrk sinn og vann 7-5. Þetta var þrettándi sigur Nadal á Opna franska og tuttugasti risatitillinn sem gerir hann þar með jafnan Roger Federer yfir flesta risatitla frá upphafi.