Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Innbrotsþjófurinn á Siglufirði handtekinn

11.10.2020 - 12:24
default
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft hendur í hári þjófs sem braust inn á nokkrum stöðum og skemmdi bifreiðar á Siglufirði að undanförnu.

Lögreglan hafði mann í haldi sem var síðan sleppt, en í gærkvöldi fékk lögreglan ábendingu um ungan mann í bænum og passaði hann við lýsingar á meintum geranda. Þegar lögreglan ætlaði að hafa tal af hann lagði hann á flótta en var handtekinn skömmu síðar.

Hinn handtekni er unglingur og hafa fundist sönnunargögn sem tengja hann við málið og hefur hann játað. Haft var samband við foreldra hans og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Rannsókn er á lokastigi og málið síðan sent ákæruvaldi, en pilturinn hefur náð sakhæfisaldri.