Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Stór stund þegar ný Krýsuvíkurkirkja var hífð upp

10.10.2020 - 19:50
Mynd: RÚV / RÚV
Ný kirkja er komin á kirkjuhólinn í Krýsuvík í stað þeirrar sem stóð þar fyrir en hún gjöreyðilagðist þegar kveikt var í henni árið 2010. Það var stór dagur í dag þegar kirkjan var hífð á kirkjuhólinn, en smíðin hefur tekið tíu ár. 

Það voru vinasamtök Krýsuvíkurkirkju sem stóðu að smíði kirkjunnar sem stýrt var af Hrafnkeli Marínóssyni kennara sem fékk með sér um það bil 130 nemendur í húsasmíði í Tækniskólanum til að vinna verkið. 

„Okkur vantar náttúrulega alltaf krefjandi verkefni fyrir ungt fólk, sérstaklega ungt fólk sem er í húsasmíðanámi. Við vorum svo lánsöm að það var búið að teikna húsið upp í réttum kvarða og öllum smáatriðum,“ segir Hrafnkell. 

„Vorum öll með tár á hvarmi“

Jónatan Garðarsson, formaður Vinafélags Krýsuvíkurkirkju, segir verkefnið hafa farið af stað í mikilli bjartsýni: „Við sögðum að þetta myndi taka tvö ár en þetta hefur tekið tíu ár. Vinafélagið afhendir kirkjuna til Hafnarfjarðarkirkju. Hafnarfjarðarkirkja og prestar hennar höfðu verið með helgihald alltaf hér á vorin og haustin í þessari gömlu kirkju sem hér var.“

Jónatan segir að það hafi verið stór stund þegar kirkjan var hífð upp. „Þegar við vorum að flytja hana hérna í gær, gátum ekki lyft henni af því að það var svo mikið rok, þá vorum við öll með tár á hvarmi. 

viktoriah's picture
Viktoría Hermannsdóttir
dagskrárgerðarmaður
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV