Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Húsbíll brann til grunna í Árnessýslu

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Suðurlandi
Húsbíll fannst brunninn til grunna í Árnessýslu fyrir hádegi í dag. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú tildrög brunans í samstarfi við tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að sérstaklega sé rannsakað hvort einhver kunni að hafa verið í bílnum þegar eldur kom upp. 

Lögreglan gat ekki gefið nánari upplýsingar að svo stöddu.