Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Enn skriðuhætta í Hleiðargarðsfjalli

10.10.2020 - 21:03
DCIM\100MEDIA\DJI_0026.JPG
 Mynd: Haukur Arnar Gunnarsson - Veðurstofa Íslands
Enn er skriðuhætta í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að stærra svæði hafi losnað í kringum skriðusárið þar sem skriðan féll á þriðjudag.

Einnig segir að lítil hreyfing hafi verið í skriðusárinu í dag en að rýming sé enn í gildi á bæjunum Gilsá 1, Gilsá 2 og í sumarbústað við Gilsá 2. Vegurinn við Eyjafjarðarbraut vestari hafi verið opnaður á ný. 

Myndirnar sem fylgja fréttinni tók Haukur Arnar Gunnarsson í dag fyrir Veðurstofu Íslands.

DCIM\100MEDIA\DJI_0021.JPG
 Mynd: Haukur Arnar Gunnarsson - Veðurstofa Íslands
DCIM\100MEDIA\DJI_0005.JPG
 Mynd: Haukur Arnar Gunnarsson - Veðurstofa Íslands