Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

87 smit greindust í gær – nýgengi smita er 226

10.10.2020 - 11:05
Mynd með færslu
 Mynd: Höskuldur Kári Schram
87 innanlandssmit greindust í gær, en þau voru 97 í fyrradag. Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 226 en mest var það í byrjun apríl þegar það var 267. Í gær var það 215 og hækkar því nokkuð á milli daga.

57 smitaðra voru í sóttkví en það eru 65 prósent. Svo hátt hlutfall hefur ekki verið í sóttkví síðan 27. september. 

3.213 sýni voru tekin innanlands í gær, en fjöldinn er svipaður og daginn áður. 

983 eru nú í einangrun og 3.409 í sóttkví. 

25 eru á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu.