Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Pútín boðar Armena og Asera til friðarviðræðna

09.10.2020 - 02:09
epa08729371 A man walks in a street damaged by a recent alleged Armenian shelling attack in the town of Barda, Azerbaijan, 08 October 2020. Armed clashes erupted on 27 September 2020 in the simmering territorial conflict between Azerbaijan and Armenia over the Nagorno-Karabakh territory along the contact line of the self-proclaimed Nagorno-Karabakh Republic (also known as Artsakh).  EPA-EFE/AZIZ KARIMOV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, boðar utanríkisráðherra Armeníu og Aserbaísjans til friðarviðræðna í dag. AFP fréttastofan greinir frá. Átökum ríkjanna í héraðinu Nagorno-Karabakh verði að lynna af mannúðarástæðum, segir forsetinn.

Átök hafa nú staðið yfir í um tvær vikur og hundruð látið lífið, þar af tugir almennra borgara. Þúsundir hafa orðið að flýja heimili sín vegna átakanna. 
Armensk stjórnvöld hafa hingað til neitað að taka þátt í friðarviðræðum fyrr en átökum lynnir. Utanríkisráðherra Aserbaísjans hélt fund með erindrekum Frakklands, Rússlands og Bandaríkjanna í Genf í gær, án aðkomu Armena.

Leiðtogar annarra ríkja óttast að stríðið eigi eftir að breiðast út. Tyrkir styðja þétt við bak Asera, en Armenar eru í hernaðarbandalagi með Rússum. Þeir Pútín og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafa lýst áhyggjum sínum yfir fregnum af því að hermenn sem hafa barist í Sýrlandi og Líbíu með stuðningi Tyrkja hafi verið fluttir itl Karabakh. Íranir vöruðu við því fyrr í vikunni að hryðjuverkamenn hafi komið sér fyrir í víglínunni. Í gær tilkynntu Aserar svo að þeir ætli að kalla sendiherra sinn í Aþenu heim eftir fregnir af því að grískir hermenn hafi tekið stöðu með Armenum í Karabakh.

Styr hefur staðið um héraðið áratugum saman. Það tilheyrir Aserbaísjan, en er að langmestu leyti byggt Armenum. Sjálfstæðisyfirlýsing héraðsins flækir stöðuna svo enn frekar.