Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Metfjöldi tilfella á heimsvísu í gær

09.10.2020 - 05:19
epa08727466 People walk past a sign for a COVID testing site located at an emergency room in New York, New York, USA, 07 October 2020. There has been a recent rise in the percentage of positive COVID-19 cases in New York as the coronavirus pandemic continues and threatens to enter a second wave. Officials in the state have traced some of the uptick in cases to a number of neighborhoods where common safety protocols are sometimes not followed and are suggesting that some zip codes with large numbers of infections will have schools and non-essential businesses shut down.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist á einum sólarhring á heimsvísu í gær samkvæmt tölfræðivefnum Worldometers. Þau voru alls nærri 349 þúsund talsins. Flest tilfelli greindust í Bandaríkjunum og Indlandi, eða samanlagt rúmlega þriðjungur tilfella á heimsvísu í gær. Yfir 100 þúsund tilfelli greindust í Evrópu, þar af algjör metfjöldi í Bretlandi, rúmlega 17.500.

Nærri 71 þúsund tilfelli voru greind í Indlandi í gær og eru þau nú orðin ríflega 6,9 milljónir talsins í landinu. Nærri þúsund dauðsföll voru skráð af völdum COVID-19 í landinu í gær. Í Bandaríkjunum voru tilfellin tæplega 57 þúsund, og hafa þau ekki mælst fleiri á einum sólarhring í næstum tvo mánuði. Þar voru vel yfir 900 dauðsföll skráð í gær, og eru nú samanlagt nærri 218 þúsund í Bandaríkjunum samkvæmt Worldometers.

Yfir 27 þúsund greindust með veiruna í Brasilíu í gær og rúmlega 15 þúsund í nágrannaríkinu Argentínu. Tilfelli í Suður-Ameríku eru nú orðin fleiri en átta og hálf milljón.

Alls voru yfir 6.400 dauðsföll skráð síðasta sólarhring á heimsvísu. Það er það mesta í rúman mánuð, eða síðan 2. september.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV