Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Metfjöldi sjúkraflutninga vegna COVID

Mynd með færslu
 Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæð
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er farið að finna verulega fyrir auknu álagi vegna sjúkraflutninga sem tengjast kórónuveirufaraldrinum.

Síðasta sólarhring fóru sjúkraflutningamenn í 149 útköll, þar af 13 með forgangi. Í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins segir að það sé nokkuð lágt hlutfall, en á móti voru 49 flutningar sem tengdust COVID-19.

„Það er sennilega metfjöldi á einum sólarhring, þess má geta geta að við höfum tvöfaldað farartæki sem við notum í þessi verkefni,“ segir í færslunni, en til samanburðar voru 30 COVID-flutningar sólarhringana tvo þar á undan. Alls eru níu bílar nú notaðir til COVID-flutninga.

Minna var að gera hjá slökkviliði, en það var einu sinni kallað út síðasta sólarhringinn vegna vatnsleka í heimahúsi.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV