Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Ellefu staðbundnir fjölmiðlar fá árlegan styrk

09.10.2020 - 11:52
Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
Ellefu staðbundnir fjölmiðlar sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins fá árlegan styrk næstu fimm árin til að efla starfsemi sína.

Mennta- og menningarmálaráðherra ákvað hinn 1. september sl. að veita staðbundnum fjölmiðlum utan höfuðborgarsvæðisins styrk úr byggðaáætlun. Gert er ráð fyrir að veita árlega fimm milljóna króna styrk, eða samtals 25 milljónir á þessum fimm árum. 

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að allir ellefu umsækjendurnir séu skráðir fjölmiðlar hjá fjölmiðlanefnd og standi fyrir reglubundinni útgáfu um afmörkuð landsvæði. Hver og einn hlýtur styrk að upphæð 455 þúsund hver, næstu fimm ár:

 • Ásprent Stíll
 • Björt útgáfa
 • Eyjasýn
 • N4
 • Prentmet Oddi
 • Skessuhorn
 • Steinprent
 • Tunnan prentþjónusta
 • Úr vör
 • Útgáfufélag Austurlands
 • Víkurfréttir