Yfir 120 íbúðir eru í húsinu og urðu mörg hundruð manns að flýja eldsvoðann. Vitni segja eldinn hafa læst sig í ytra byrði hússins, mögulega einangrun, og þannig náð hraðri útbreiðslu. Um tíma náði eldurinn um allt húsið. Um tvær klukkustundir tók að ná tökum á eldsvoðanum, en ekki hafði tekist að slökkva í honum öllum í morgun. Glæður hafa náð að verða að eldi í hvassviðrinu í borginni. Slökkviliðsmenn leituðu lengi að fólki sem gæti hafa orðið eftir inni í húsinu.
Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.