
Segir Alþingi skulda þjóðinni stjórnarskrárbreytingar
Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag gerir hún grein fyrir tveimur ákvæðum sem rætt hefur verið um hjá formönnum þeirra flokka sem sitja á Alþingi. Annars vegar er það stjórnarskrárákvæði um auðlindir, þar sem auðlindir yrðu ekki taldar upp og bjóði upp á túlkunarvandkvæði heldur yrði þröngt skilgreint, og hins vegar ákvæði um náttúru- og umhverfisvernd.
„Það er sannfæring mín að Alþingi skuldi samfélaginu það að ljúka vinnu við stjórnarskrárbreytingar - jafnvel þó að það taki tvö kjörtímabil,“ segir Katrín í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hún segist þar vonast til að þingið ljúki umfjöllun um stjórnarskrárákvæði á komandi þingi, svo afstaða þingmanna til atriða á borð við auðlinda í þjóðareign, verði öllum ljós. Sem kunnugt er fara Alþingiskosningar fram næsta haust.
Katrín segir í Fréttablaðinu að hún vonist til að frumvörp verði afgreidd á stuttu þingi í ágúst, áður en þing verði rofið og boðað tl kosninga.