Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Nýgengi smita næstum jafn hátt og í Bretlandi

08.10.2020 - 15:53
Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot - RÚV
Litlu munar á nýgengi smita hér á landi og í Bretlandi. Þetta sýnir samantekt Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland er það land í Evrópu þar sem nýgengi smita er það sjöunda mesta.

Nýgengi innanlandssmita hér á landi  er 198,8, samkvæmt nýjustu tölum á covid.is. Mest var það í byrjun apríl þegar það var 267. 

Sóttvarnastofnun Evrópu gefur daglega út lista yfir nýgengistölur í löndum Evrópu, en með nýgengi er átt við þann fjölda smita sem hafa greinst á hverja 100.000 íbúa undanfarna 14 daga.Það land sem er með hæstu töluna er Tékkland þar sem hún er 374,6. Næsthæst er hún á Spáni þar sem hún er 303,3 og síðan kemur Holland þar sem nýgengistalan er 285,4. 

Þá kemur Frakkland með 257,2, Belgía með 246 og svo Bretland með 201,9. Þar næst kemur Ísland með 198,8.

Ísland er með langhæstu nýgengistöluna af Norðurlöndunum. Í Danmörku er hún 109,4, í Svíþjóð 65,8, í Finnlandi er hún 31,9 og nýgengistalan í Noregi er nú 30,6.