
Lögreglumaðurinn Chauvin laus gegn tryggingagjaldi
Hvorki Chauvin né verjandi hans voru til viðtals þegar AFP fréttastofan sóttist eftir því. Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Floyds sagði í yfirlýsingu á Twitter að Chauvin hafi verið gert kleift að kaupa sér frelsi fyrir eina milljón dala eftir að hafa tekið Floyd af lífi vegna 20 dala. Lausn Chauvin gegn tryggingagjaldi sé sársaukafull áminning um hversu fjarri réttlætið sé fjölskyldu Floyds.
Chauvin var rekinn eftir að hann varð Floyd að bana. Hann þrýsti hné sínu að hálsi Floyds í nokkrar mínútur. Þrír lögreglumenn stóðu hjá á meðan Chauvin þrýsti á háls hans. Þeir voru allir handteknir og ákærðir fyrir aðild sína að málinu. Réttarhöld yfir Chauvin hefjast í mars á næsta ári.
Morðið á Floyd varð kveikjan að fjölmennum mótmælum um öll Bandaríkin þar sem þess var krafist á líf svartra væru virt í Bandaríkjunum. Víða er nú kallað eftir því á samfélagsmiðlum að boða til mótmæla á næstu dögum vegna lausnar Chauvin úr varðhaldi, að sögn AFP fréttastofunnar.