Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Sóttvarnir hafa lítil áhrif á skólastarf

07.10.2020 - 17:55
Skólabörn
 Mynd: Guðmundur Bergkvist
Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar á ekki von á að hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu leiði til frekari röskunar á skólastarfi.

Helgi segir að nú þegar séu búið að grípa til ráðstafana varðandi hólfun og einnig varðandi nándar- og fjarlægðarmörk. Hann segir mikilvægt að skólastarf raskist sem minnst.

„Við miðum við hámark 20 manns í rými eins og reglur gera ráð fyrir. Við vekjum athygli á að það sé eðlilegt að þeir starfsmenn sem vilja bera grímur að þeim standi það til boða. Þannig að þetta eru lágmarkstilfæringar gagnvart skólastarfi og börnunum,“ segir Helgi.  

Höskuldur Kári Schram
Fréttastofa RÚV