Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Stór aurskriða féll í Eyjafirði

Mynd: Óðinn Svan Óðinsson / Ljósmynd
Stór aurskriða fell í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í morgun. Búseta er á jörðinni en enginn var í húsinu þegar skriðan féll. Hún staðnæmdist um 100 metra frá húsinu.

Engan sakaði eftir því sem næst verður komið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og Almannavörnum.

Þar segir að fleiri smærri skriður hafi fallið og að drunur heyrist frá skriðusárinu sem er merki um að grjót er enn að falla. 

Lögreglan á Norðurlandi eystra er á staðnum og von á sérfræðingi frá Veðurstofu Íslands til að meta aðstæður. Í tilkynningunni segir að ekki sé útilokað að fleiri skriður geti fallið.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir