Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Stal úr ólæstum húsum á Siglufirði

06.10.2020 - 15:23
Mynd með færslu
 Mynd: Ingvar Erlingsson
Þjófur fór inn í nokkur hús á Siglufirði í gærkvöld og stal munum. Húsráðendur í tveimur húsum komu að þjófinum við iðju sína en hann komst út í bæði skiptin. Mannsins var leitað fram eftir nóttu en fannst ekki þrátt fyrir það.

Húsin sem þjófurinn fór inn í voru öll ólæst. Lögreglan hvetur fólk á Tröllaskaga sérstaklega til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi með eigur sínar. 

Mynd með færslu
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV