Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Flugbann yfir virkjunarsvæðinu

06.10.2020 - 08:56
epa08557195 (FILE) View of flowing water next to the construction works for the Grand Ethiopian Renaissance Dam along the River Nile in the Guba woreda (district) of the Benishangul Gumuz Region, eastern Ethiopia, 02 April 2017 (reissued 20 July 2020). South African President Cyril Ramaphosa, in his capacity as chairperson of the African Union (AU), is set to chair a virtual meeting of AU leaders on 21 July to discuss the controversial infrastructure megaproject. According to the office of the South African presidency, the meeting will take place within the context of the bloc's efforts to boost the trilateral negotiations between Ethiopia, Sudan and Egypt and to infuse new momentum towards the resolution of all the outstanding legal and technical issues, including the future development on the Blue Nile upstream, as well as the future dispute resolution mechanism.  EPA-EFE/STR
Frá virkjunarsvæðinu við Bláu Níl. Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Eþíópíu hafa bannað allt flug yfir virkjunarsvæðinu á Bláu Níl, þar sem verið er að reisa stærsta vatnsorkuver í Afríku. Flugmálastjóri Eþíópíu greindi frá þessu í gær og kvað þetta gert af öryggisástæðum, en gaf ekki frekari skýringar.

Búist er við að flugbannið auki enn á deilur grannríkjanna, Egyptalands og Súdans, við Eþíópíu, vegna virkjunarinnar. Eþíópíumenn stefna að því að verða helstu útflytjendur á raforku í Afríku, en Egyptaland og Súdan óttast að virkjunin hafi alvarleg áhrif á lífskjör og lífsviðurværi íbúa í löndunum tveimur.

Viðræður milli ríkjanna hafa ekki borið árangur, en kapp hafði verið lagt á að ná samningum  áður en Eþíópíumenn færu að hleypa vatni í uppistöðulónið við virkjunina. Það hófst í júlí. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV