Bandaríkjamennirnir Harvey Alter og Charles Rice og Bretinn Michael Houghton fá Nóbelsverðlaunin í læknavísindum í ár fyrir uppgötvanir og rannsóknir á lifrarbólgu C. Tilkynnt var um þetta í morgun. Í tilkynningunni sagði að vísindamennirnir væru heiðraðir fyrir framlag sitt gagnvart þessum sjúkdómi sem hefði mikil áhrif um allan heim.