Thor segir að gagnasöfnun hafi aldrei verið meiri en nú í faraldrinum. „Það er verið að safna upplýsingum um fjölda tilfella í ótal löndum og það eru ótal aðgerðir í gangi, mismargar á hverjum stað, og það er erfitt fyrir mannshugann að sjá fyrir sér alla möguleikana,“ segir hann.
Finnskir vísindamenn athuga nú hvort hægt sé, með hjálp gervigreindar, að finna góða samsetningu á aðgerðum til þess að annað hvort lágmarka fjölda tilfella eða til að skoða hvaða áhrif það hefur að draga úr aðgerðum.
Thor kynnti til sögunnar þrjár sviðsmyndir til þess að útskýra hvernig líkön Finnanna spá fyrir um áhrif sóttvarnaaðgerða.
Sviðsmynd 1
Á fyrstu myndinni má sjá hvernig faraldurinn myndi þróast með ráðstöfunum sem miða að því að útrýma smitum eins hratt og hægt er án tillits til samfélagslegra áhrifa.