Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hátt í þúsund nemendur í sóttkví um helgina

04.10.2020 - 15:02
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Samtals hátt í þúsund nemendur hafa verið settir í sóttkví um helgina eftir að kórónuveirusmit greindist í skólum þeirra.

All­ir 200 nem­end­ur á miðstigi í Norðlinga­skóla, auk 21 kenn­ara, hafa verið send­ir í sótt­kví eft­ir að nem­andi á miðstig­inu greind­ist með kór­ónu­veiruna. Mbl. greinir fá og hefur eftir Aðal­björgu Inga­dótt­ur skóla­stjóra. 

Á miðstigi eru nemendur í fimmta til sjö­unda bekk í sérhúsnæði. Því hafi verið ákveðið að senda alla þá nem­end­ur í sótt­kví sem þar höfðu verið. 

Í gær var greint frá því í fréttum að um 560 nemendur í Sunnulækjarskóla á Selfossi hefðu verið settir í einangrun eftir að smit komu upp hjá tveimur nemendum og einum starfsmanni skólans. 

Vísir greindi frá því í gær að allir nemendur og starfsmenn Helgafellsskóla í Mosfellsbæ hefðu verið settir í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans. Og á fimmtudag var greint frá því að um 90 nem­end­ur í fjórða og sjötta bekk Snæ­lands­skóla og tíu starfsmenn hefðu verið sett­ir sótt­kví eft­ir að smit kom upp í árgöngunum. 

Leikskólabörn og leikskólastarfsmenn hafa einnig verið send í sóttkví um helgina. Þannig var tilkynnt á vefsíðu leikskólans Seljaborgar að honum hefði verið lokað vegna Covid-19 smits. Leikskólinn verður opnaður aftur næsta föstudag. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV