Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Um 560 nemendur Sunnulækjarskóla í sóttkví

03.10.2020 - 18:34
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV/Landinn
Þrjú smit greindust í Sunnulækjarskóla á Selfossi og eru 560 nemendur í sjö árgöngum í skólanum og um 45 starfsmenn komnir í sóttkví. Þetta staðfestir Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskjóla. Einn starfsmaður og nemendur í fyrsta og fjórða bekk hafi greinst jákvæð í sýnatöku í gær.

„Við höfum unnið hörðum höndum að því í dag að ná utan um þetta í samvinnu við rakningarteymið,“ segir Birgir.  

Í bréfi hans til foreldra kemur fram að það sé krafa smitrakningarteymis að öll börn í 1., 4., 6., 7., 8., 9. og 10. bekk og sérdeildinni Setri fari í sóttkví til og með 15. október. 

Gert sé ráð fyrir að þessi hópur fari í sýnatöku 8.október. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV