Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Íslendingur dæmdur fyrir kynferðisbrot í Svíþjóð

03.10.2020 - 21:27
Aftonbladet
 Mynd: Aftonbladet - Skjáskot
Dómstóll í Solna í Svíþjóð hefur dæmt 51 árs gamlan Íslending, Ægi Sigurbjörn Jónsson, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára dreng. Hann var að auki dæmdur til að greiða drengnum miskabætur.

Greint er frá málinu í sænskum fjölmiðlum og þar er Ægir nafngreindur. Þar segir að hann sé þekktur fyrir að standa fyrir ýmsum viðburðum í skemmtanalífinu í Stokkhólmi og að hann sé þekktur úr fjölmiðlum. 

Hann hafi komist í samband við drenginn árið 2018 á stefnumótaforriti, brotið gegn honum og beitt hann ofbeldi.

Þá hafi hann hótað því að hengja upp kynferðislegar myndir af drengnum á almannafæri, léti hann ekki að vilja hans og að segja fjölskyldu hans frá samskiptum þeirra.

Vísir var fyrstur íslenskra fjölmiðla til að greina frá málinu og vísar í dóm málsins þar sem segir að Ægir hafi í ágúst í fyrra ráðist á drenginn í garði í Stokkhólmi og tekið um háls hans. Drengnum hafi tekist að flýja á brott. 

Þar segir ennfremur að Ægir hafi, við yfirheyrslu, ekki sagst muna eftir þessu atviki.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir