Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Smit hjá Krabbameinsfélaginu – 11 í sóttkví

02.10.2020 - 13:02
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Smit hefur greinst hjá starfsmanni Krabbameinsfélagsins og eru ellefu í sóttkví í tengslum við það. Smitið hefur þó engin áhrif á starfsemi Leitarstöðvarinnar né heldur aðra starfsemi félagsins.

Þetta staðfestir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir í samtali við fréttastofu. Vísir greindi fyrst frá. Hún segir að þeir sem eru í sóttkví séu bæði starfsmenn félagsins en einnig gestir í húsinu, þó ekki á leitarstöðinni. Smitið greindist í gær. 

Sigríður segir að það sé smitrakningarteymisins að ákveða hvort fleiri þurfi að fara í sóttkví. Þeir sem þurfa að leita til Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins geta áfram gert það þar sem ekki þykir ástæða til að loka henni eða gera frekari ráðstafanir að svo stöddu. Þeim sem þangað koma sé gert að gæta vel að sóttvörnum og bera grímur.