Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Sakar Navalny um að vinna með CIA

02.10.2020 - 05:39
epa07745693 (FILE) - Russian Opposition activist Alexei Navalny attends a rally in support of opposition candidates in the Moscow City Duma elections in downtown of Moscow, Russia, 20 July 2019 (reissued 28 July 2019). Reports citing Alexei Navalny's spokeswoman Kira Yarmysh state 28 July 2019 Navalny has been taken to a hospital from his detention early 28 July while suffering from a serious allergy attack.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
Alexei Navalny. Mynd: EPA-EFE - EPA
Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar sakar stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny um að starfa með bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Ásökunin er svar Kremlar við þeirri yfirlýsingu Navalnys, að hann gruni Pútín Rússlandsforseta um að vera ábyrgan fyrir því að honum var byrlað eitur á dögunum.

Ummerki um taugaeitur fundust í Navalny

Eitrunin var svo alvarleg að Navalny missti meðvitund og lá þungt haldinn á sjúkrahúsi dögum saman, fyrst í Rússlandi og síðar í Þýskalandi. Þýskir læknar staðfestu að ummerki um taugaeitrið Novichok hefðu greinst í sýnum sem tekin voru úr honum.

Sjá einnig: Biður Navalny afsökunar á að hafa þróað novichok

Óásættanlegar, tilhæfulausar og meiðandi aðdróttanir

Dmitry Peskov, talsmaður Kremlarstjórnarinnar, sagði aðdróttanir Navalnys í garð Pútíns óásættanlegar, tilhæfulausar og meiðandi. „Það er ekki sjúklingurinn sem vinnur með vestrænni leyniþjónustu, það er vestræna leyniþjónustan sem vinnur með honum. Það er réttari lýsing," sagði Peskov. „Upplýsingar um slíkt liggja fyrir. Ég get meira að segja fullyrt að sérfræðingar bandarísku leyniþjónustunnar starfa með honum um þessar mundir."

Navalny svaraði þessu með því að hóta Peskov lögsókn og krefjast þess að hann birti meint sönnunargögn um samstarfið við CIA og sýna þau í sjónvarpi.