Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Forseti muni ekki skipa biskup

02.10.2020 - 21:35
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Forseti Íslands mun hvorki skipa biskup Íslands né vígslubiskupa og ákvæði um úrskurðar- og áfrýjunarnefndir, sem meðal annars fjalla um agabrot, verða felld úr gildi verði frumvarp dómsmálaráðherra um ný þjóðkirkjulög að lögum.

Frumvarpið er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og þar segir að meginmarkmið þess sé að draga sem mest úr afskiptum ríkisvaldsins af málefnum þjóðkirkjunnar, sérstaklega innri málefnum hennar.

Þar er meðal annars lagt til að skilyrði fyrir aðild að þjóðkirkjunni verði einungis skírn í nafni heilagrar þrenningar í stað skírnar og skráningar í þjóðskrá. Þá er ýmis almenn þjónusta kirkjunnar skilgreind betur og lagt til að kirkjuþing fari með æðsta vald í fjármálum kirkjunnar.

Starfsfólk þjóðkirkjunnar mun ekki lengur teljast til embættismanna eða starfsmanna ríkisins, heldur verður það starfsfólk Þjóðkirkjunnar, verði frumvarpið að lögum.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir