Rúnar áfram hjá KR næstu þrjú ár

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Rúnar áfram hjá KR næstu þrjú ár

01.10.2020 - 17:40
Rúnar Kristinsson hefur gert nýja þriggja ára samning sem þjálfari karlaliðs KR í fótbolta. Hann hefur þrívegis stýrt liðinu til Íslandsmeistaratitils og þrívegis til bikarmeistaratitils.

Rúnar tók við KR 2017 og stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils í fyrra. Hann stýrði liðinu líka árin 2010-2014 og þá varð KR Íslandsmeistari 2011 og 2013 og bikarmeistari 2011, 2012 og 2014.

KR hefur aðeins átt í basli í sumar og situr sem stendur í 6. sæti Pepsi Max deildarinnar en er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þar sem liðið mætir Val.

Samningur Rúnars við KR nú gildir fram yfir leiktíðina 2023.