Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Nýtt frá Jónsa og Robyn, Draumförum og Króla og Mammút

Mynd: Alex Somers / Krunk

Nýtt frá Jónsa og Robyn, Draumförum og Króla og Mammút

01.10.2020 - 16:10

Höfundar

Það eru veisluhöld að venju í Undiröldu kvöldsins þegar nýrri íslenskri útgáfu er fagnað. Á veisluborðinu þennan daginn eru ný lög frá Sigurrósar-Jónsa sem bíður upp á samstarf við sænsku poppprinsessuna Robyn; samstarf Draumfara og Króla; nýbylgja frá Mammút; og ýmislegt annað hressandi.

Jónsi og Robyn - Salt Licorice

Jónsi gefur út lagið Salt Licorice, nú í aðdraganda útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar í áratug. Platan kemur út á vegum Krunk-útgáfunnar 2. október og inniheldur samstarf við sænsku poppprinsessuna Robyn sem syngur með honum í laginu.


Draumfarir og Króli - Ást við fyrstu seen

Draumfarir er dúett þeirra Birgis Steins Stefáns og Ragnars Más en saman sömdu þeir Ást við fyrstu seen í sumar. Lagið var fyrst tilbúið eftir að þeir fengu Króla til að taka upp erindi til að fullkomna lagið.


Gyða - Fingur

Lagið Fingur kom fyrst út árið 2002 með hljómsveitinni Írafár og hefur verið eitt vinsælasta lag sveitarinnar síðar. Hér er lagið, sem er eftir Birgittu Haukdal og Vignir Snær Vigfússon, komið í nýjan búning í flutningi Gyðu Margrétar Kristjánsdóttir.


Birkir Blær - Migrane

Birkir Blær Óðinsson gaf út sína fyrstu sólóplötu Patience á þriðjudag en hann er tvítugur Akureyringur. Hann fagnar útgáfu plötunnar með tónleikum á Græna hattinum í kvöld, svona ef þið eruð stödd fyrir norðan.


Mammút - Pow Pow

Hljómsveitin MAMMÚT hefur sent frá sér smáskífuna Pow Pow, en laginu lýsa þau sem fáguðu indí-draumapoppi. Lagið er að finna á tilvonandi plötu þeirra, Ride The Fire, sem kemur út í lok október.


Daníel Hjálmtýsson - Fear Flowes

Lagið Fear Flows er fyrsta smáskífa samnefndrar þröngskífu sem Daníel Hjálmtýsson gefur út í nóvember. Hálfdán Árnason, Pétur Hallgrímsson og Skúli Gíslason sem leggja sitt að mörkum í hljóðfæraleik í laginu; upptaka, hljóðblöndun og klipping var í höndum Jóhannes Birgis Pálmasonar; og Alain Johannes hljómjafnaði.


Haugar - Skinn snertir skinn

Nýstofnaða hljómsveitin Haugar hafa nú gefið út tvö lög á stuttum tíma. Sveitin er skipuð reyndum mönnum úr undirheimum þeim; Árna Þór Árnasyni, Birki Fjalari Viðarssyni, Markúsi Bjarnasyni, Ólafi Erni Josephssyni og Erni Inga Ágústssyni.


Sigríður Guðnadóttir - Hjartans mál

Sigríður Guðnadóttir, söngkona og fasteignasali, gefur út lagi Hjartans mál í dag. Þetta er annað lag breiðskífu sem er væntanleg er 16. október. Texti Hjartans máls er eftir Braga Valdimar Skúlason og lagið eftir Friðrik Karlsson auk þess sem reyndir jaxlar sjá um hljóðfæraleik.