Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Mikilvægur sigur KR-inga

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Mikilvægur sigur KR-inga

01.10.2020 - 21:28
KR sigraði Víking 2-0 í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. KR er eftir sem áður í 6. sæti deildarinnar en hefur nú 27 stig, stigi minna en Breiðablik, Stjarnan og Fylkir og á leik til góða á Fylki og Blika.

Ægir Jarl Jónasson kom KR-ingum yfir eftir aðeins um 40 sekúndna leik í kvöld. Víkingur fékks vo tækifæri til að jafna metin þegar liðið fékk vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik. Erlingur Agnarsson sá um að taka vítið en Guðjón Orri Sigurjónsson í marki KR varði vel.

Óskar Örn Hauksson gulltryggði svo sigur KR þegar hann skoraði annað mark liðsins á 72. mínútu og 2-0 varð niðurstaðan. Mikilvæg þrjú stig í Evrópubaráttu KR-inga. Víkingur er hins vegar í miklu basli. Liðið situr í 10. sæti og hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki í sumar. Eitthvað sem rímar ekki alveg við yfirlýst markmið Víkings fyrir mót. Á þeim bænum töluðu menn um titilbaráttu.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Enn eitt jafnteflið hjá KA