Mánaðarlaunum listamanna fjölgar um 35 prósent

Mynd með færslu
 Mynd: AFES - Aldrei fór ég suður
Fjármálaráðherra leggur til í fjárlagafrumvarpinu að mánaðarlaunum listamanna verði fjölgað um 35 prósent eða úr 1.600 mánaðarlaunum í 2.150. Þessi breyting kostar ríkissjóð 225 milljónir. Mánaðarlaunin nema 407 þúsund krónum.

Fram kemur á vef Rannsóknarmiðstöðvar Íslands að umsóknarfrestur fyrir starfslaun listamanna sé til miðnættis 1. október.

Starfslaunum listamanna er ætlað að efla listsköpun í landinu. Úthlutað er ár hvert úr sex sjóðum; fyrir hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistarfólk, tónlistarflytjendur og tónskáld. 

Kórónuveirufaraldurinn hefur komið hart niður á listamönnum, lítið hefur verið um tónleikahald og leikhúsin nánast lokuð. Listamenn hafa auk þess bent á að úrræði stjórnvalda vegna farsóttarinnar hafi ekki nýst þeim.

Rétt er að taka fram að umsóknarfrestur til starfslauna er til miðnættis í kvöld, 1. október.

 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi