Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Fyrstur íslenskra höfunda í toppsætinu í Þýskalandi

Mynd með færslu
 Mynd: Bjartur - Veröld

Fyrstur íslenskra höfunda í toppsætinu í Þýskalandi

01.10.2020 - 09:41

Höfundar

Mistur eftir Ragnar Jónasson er mest selda kiljan í Þýskalandi samkvæmt metsölulista Der Spiegel. Íslenskur höfundur hefur aldrei náð toppsætinu þar í landi.

Þrjár bækur Ragnars Jónassonar glæpasagnahöfundar eru nú á þýska kiljulistanum sem Der Spiegel birtir. Efst trónir Mistur, eða Nebel eins og hún heitir á þýsku. Dimma fylgir á eftir í fjórða sæti og Drungi í því ellefta.

Árangur Ragnars á Þýskum bókamarkaði er sögulegur. Aldrei hefur íslenskur rithöfundur náð efsta sæti þýska kiljulistans. Auk þess hafði Ragnar orðið fyrstur íslenskra rithöfunda til að eiga þrjár bækur samtímis í efstu tíu sætum sölulistans, þegar Dimma, Drungi og Mistur sátu í 3., 4. og 10. sæti.

Mynd með færslu
 Mynd: Spiegel

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Þrjár bækur Ragnars í efstu sætum þýska kiljulistans

Sjónvarp

Hulda lifnar við í sjónvarpsþáttum CBS

Menningarefni

CBS tryggir sér sjónvarpsþætti eftir bók Ragnars

Bókmenntir

Hefur selt yfir milljón bækur: „Þetta er alveg galið“