Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Jökull fyrir augunum og öldur í eyrunum

Mynd: RÚV / RÚV

Jökull fyrir augunum og öldur í eyrunum

30.09.2020 - 08:54

Höfundar

„Pælingin var fyrst og fremst landslagið okkar á Norðurlöndunum og hvernig það er að breytast og hverfa,“ segir Daria Sól Andrews, sýningarstjóri Norðursins, samsýningar í Listasafni Árnesinga. 

Sex norrænir listamenn eiga verk á sýningunni, sem öll fjalla um náttúruna á einn eða annan hátt. „Verk sem við erum að sýna hér í dag eru mjög mikið úr nærumhverfinu. Einnig náttúrulega listamenn sem eru búsettir erlendis . Þetta eru stórar innsetningar og einnig verk sem hafa verið send frá Svíþjóð og Finnlandi. Við Daria unnum mjög vel saman að þessari sýningu,“ segir Kristín Scheving, safnstjóri. „Það er mikil dýpt í þessari sýningu, Daria vann með vísindamönnum og listamennirnir sjálfir eru rannsakendur í jarðfræði og ýmislegu sem tengist þessu svæði.“ 

Norræn náttúra

Að sögn Dariu var aðdragandi sýningarinnar nokkuð langur. „Þessi sýning er búin að vera í rauninni nokkur ár í ferli. Hugmyndin kom fyrst til mín fyrir þremur árum, þegar ég var búsett í Kaliforníu og var að spjalla við Arngunni, móður mína, um náttúruna hérna á Íslandi og umhverfismál og loftslagsbreytingar.“ Í framhaldinu setti hún saman hóp listamanna og hóf undirbúningsvinnu með viðfangsefni sýningarinnar: norræna náttúru. „Þetta er blanda af alls konar efni og miðlun. Málverk, skúlptúrverk, vídjóverk, hljóðlist, hljóðinnsetning og tónlist og svo líka stóra innsetningin eftir Ernu, þannig að það er einhvern veginn allt að gerast á þessari sýningu.“

Okið innblástur

Innsetning Ernu Skúladóttur nefnist Archives og breiðir úr sér yfir heilan vegg í safninu. „Verkið er inspírerað af hörfun jökla og fjallar um hörfun jökla á Íslandi og á heimsvísu. Þetta er stórt málefni í dag og þegar ég var að byrja að hugsa um verkið í fyrrasumar, var mikil umræða í gangi um Ok og minningarathöfnina sem var haldin. Mikið var skrifað og fjallað um hörfun jökla og hvernig þeir eru að hverfa. Það veitt mér í rauninni mikinn innblástur,“ segir hún. 

Sex norrænir listamenn eiga verk á sýningunniNorðrið, sem öll fjalla um náttúruna á einn eða annan hátt. „Verk sem við erum að sýna hér í dag eru mjög mikið úr nærumhverfinu. Einnig náttúrulega listamenn sem eru búsettir erlendis . Þetta eru stórar innsetningar og einnig verk sem hafa verið send frá Svíþjóð og Finnlandi. Við Daria unnum mjög vel saman að þessari sýningu,“ segir Kristín Scheving, safnstjóri. „Það er mikil dýpt í þessari sýningu, Daria vann með vísindamönnum og listamennirnir sjálfir eru rannsakendur í jarðfræði og ýmislegu sem tengist þessu svæði.“
 Mynd: RÚV
Erna Skúladóttir.

Sýningunni er miðlað á ýmsa vegu, en sérstakt rit var gefið út í tengslum við hana. „Það var alltaf bókverk í hugmyndinni sem tengdist inn. Ég fékk vísindamanninn Cheryl Katz sem er bandarískur sérfræðingur þegar kemur að loftslagsbreytingum á Norðurlöndunum. Hún skrifar mikið fyrir National Geographic og hefur ferðast oft til Grænlands og er mikið hér á Íslandi að fjalla um Sólheimajökul og fleira,“ segir Daria Sól. 

Sex norrænir listamenn eiga verk á sýningunniNorðrið, sem öll fjalla um náttúruna á einn eða annan hátt. „Verk sem við erum að sýna hér í dag eru mjög mikið úr nærumhverfinu. Einnig náttúrulega listamenn sem eru búsettir erlendis . Þetta eru stórar innsetningar og einnig verk sem hafa verið send frá Svíþjóð og Finnlandi. Við Daria unnum mjög vel saman að þessari sýningu,“ segir Kristín Scheving, safnstjóri. „Það er mikil dýpt í þessari sýningu, Daria vann með vísindamönnum og listamennirnir sjálfir eru rannsakendur í jarðfræði og ýmislegu sem tengist þessu svæði.“
 Mynd: RÚV

Auk bókverksins var gefið út hlaðvarp í tengslum við sýninguna sem ber titilinn North. Þar fjallar Tómas Ævar Ólafsson um sýninguna frá ólíkum sjónarhornum  Hlaðvarpið má finna hér

 

Norðrið stendur til 30. desember, nánari upplýsingar má finna hér

Tengdar fréttir

Myndlist

„Ég hef aldrei keypt mér verk til að græða á því“

Myndlist

Leikur um líf

Menningarefni

Þrjú söfn tilnefnd til safnaverðlauna