Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

28.000 manns sagt upp hjá Walt Disney

30.09.2020 - 05:20
epa08706943 (FILE) - The main entrance to the Walt Disney World Resort of theme parks outside of Orlando, Florida, USA, 28 May 2020 (29 September 2020). Disney announced on 29 September 2020 that they will be laying off 28,000 US employees from their theme parks due to the COVID-19 coronavirus pandemic.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnendur Walt Disney-afþreyingarrisans tilkynntu í gær að til standi að segja um 28.000 starfsfmönnum upp störfum, langflestum úr hópi starfsfólks skemmtigarða fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Í tilkynningunni eru uppsagnirnar sagðar afleiðingar þess að mjög hafi þurft að takmarka mjög fjölda gesta í skemmtigörðunum vegna kórónaveirufaraldursins og ekki hægt að sjá fyrir, hvenær þær aðstæður breytist aftur til hins betra.

Disney lokaði öllum skemmtigörðum sínum í Bandaríkjunum þegar faraldurinn geisaði hvað heitast þar í landi í vor. Þeir hafa þó allir verið opnaðir aftur í millitíðinni, nema Disneyland í Kaliforníu. Fyrirtækið rekur líka skemmtigarða í Sjanghæ, Tókíó, París og Hong Kong, en uppsagnirnar teygja sig ekki þangað.