Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Taylor Swift oftast kvenna á toppi Billboard

epa08563121 (FILE) - US singer Taylor Swift arrives on the red carpet for the 2019 MTV Video Music Awards in Newark, New Jersey, USA, 26 August 2019 (reissued 23 July 2020). Taylor Swift on 23 July 2020 announced a surprise release of her eighth studio album Folklore.  EPA-EFE/DJ JOHNSON
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Taylor Swift oftast kvenna á toppi Billboard

29.09.2020 - 05:42

Höfundar

Bandaríska söngkonan Taylor Swift er nú sú kona sem hefur dvalið lengst á toppi Billboard-breiðskífulistans í Bandaríkjunum. Nýjasta breiðskífa hennar, Folklore, er á toppi listans í sjöunda sinn, sem þýðir að alls hafa breiðskífur Swift verið efstar á listanum í 47 vikur. Það er einni viku lengur en breiðskífur Whitney Houston.

Á bak við þetta met Swift eru sjö breiðskífur, en fjórar plötur Houston komust á toppinn. Breska söngkonan Adele er svo í þriðja sæti kvenna á Billboard listanum, en tvær breiðskífur hennar sátu samanlagt í 34 vikur á toppi listans.

Swift er í fimmta sæti á heildarlistanum yfir tónlistarmenn eða hljómsveitir sem hafa dvalið lengst á toppnum. Bítlarnir tróna þar langefstir, en frá því að listinn var gefinn fyrst út vikulega í mars 1956 hafa Bítlaplötur verið á toppi hans í 132 vikur. Elvis Presley var á toppnum í 67 vikur, sveitatónlistarmaðurinn Garth Brooks í 52 og Michael Jackson einni skemur.

Tengdar fréttir

Tónlist

Óvænt plata Taylor Swift fljót að setja met