Kynna aðgerðir fyrir hádegi

29.09.2020 - 09:50
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir
 Mynd: RÚV
Ríkisstjórnin kynnir fyrir hádegi aðgerðir sem hún er reiðubúin að grípa til svo að koma megi í veg fyrir óvissu á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa boðað að atkvæðagreiðsla um uppsögn lífskjarasamningsins hefjist í hádeginu og ljúki á morgun. Stjórnvöld ætla að kynna aðgerðir til stuðnings lífskjarasamningnum klukkan ellefu.

Forystufólk stjórnarflokkanna hitti forystu Samtaka atvinnulífsins tvívegis á fundum í gær þar sem farið var yfir hvað stjórnvöld gætu gert til að tryggja framtíð lífskjarasamningsins. Forsætisráðherra greindi einnig frá því í samtali við fréttastofu RÚV að hún hefði rætt við Alþýðusambandið vegna stöðunnar.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi