Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Icelandair segir upp 88 starfsmönnum

29.09.2020 - 20:29
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Icelandair Group hefur sagt 88 starfsmönnum upp störfum frá og með 1. október næstkomandi. Stærstur hluti þess hóps eru flugmenn eða 68 manns, en að auki er um að ræða 20 starfsmenn af ýmsum sviðum fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Þar segir að gripið sé til þessara aðgerða til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna samdráttar í flugi.

Þar segir ennfremur að nokkrir tugir starfsmanna, sem voru á tímabundnum ráðningarsamningum, muni ljúka störfum nú um mánaðamótin. Vonast sé til að hægt verði að draga uppsagnir til baka um leið og ástandið batnar og eftirspurn eftir flugi tekur við sér á ný.

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir