Sex liggja nú inni á sjúkrahúsi vegna COVID-19 veikinnar, þar af tveir á gjörgæslu. 32 greindust með COVID-19 í gær. Þar af 26 sem höfðu sýnt einkenni um veikina en sex sem greindust með veikina voru teknir í sóttkvíar- og handahófsskimanir. Tveir greindust með virkt smit á landamærunum og tveir að auki með smit sem á eftir að greina með mótefnamælingu hvort að sé virkt smit eða gamalt.