Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

32 greindust með COVID í gær - 2 á gjörgæslu

29.09.2020 - 11:05
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Sex liggja nú inni á sjúkrahúsi vegna COVID-19 veikinnar, þar af tveir á gjörgæslu. 32 greindust með COVID-19 í gær. Þar af 26 sem höfðu sýnt einkenni um veikina en sex sem greindust með veikina voru teknir í sóttkvíar- og handahófsskimanir. Tveir greindust með virkt smit á landamærunum og tveir að auki með smit sem á eftir að greina með mótefnamælingu hvort að sé virkt smit eða gamalt.

Nýgengi innanlandssmita er því komið í 135,3 á hverja 100 þúsund íbúa og nýgengi smita á landamærunum er 6,8.

53 prósent þeirra sem greindust með COVID-19 í gær voru í sóttkví. Frá 15. júní hafa 55 prósent þeirra sem greindust með veikina verið í sóttkví við greiningu.

525 eru nú í einangrun vegna COVID-19 veikinnar og 1.620 í sóttkví. 1.761 er í skimunarsóttkví. Frá 28. febrúar hafa 2.695 greinst með staðfest smit á Íslandi en 2.162 hafa náð sér. Búið er að taka 126 þúsund sýni innanlands og rúmlega 150 þúsund sýni á landamærunum í þeim bylgjum faraldursins sem hafa riðið yfir.

2.328 sýni voru tekin í gær.

 
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV