Stutt gaman hjá Arsenal gegn meisturunum

epa08704598 Sadio Mane of Liverpool scores the 1-1 during the English Premier League match between Liverpool and Arsenal London in Liverpool, Britain, 28 September 2020.  EPA-EFE/Jason Cairndruff / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

Stutt gaman hjá Arsenal gegn meisturunum

28.09.2020 - 21:00
Þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta lauk í kvöld með stórleik umferðarinnar. Þá mættust Liverpool og Arsenal. Eftir að Arsenal hafði komist í forystu náði Liverpool góðum tökum á leiknum og vann.

 

Bæði lið höfðu unnið leiki sína í fyrstu og annari umferð, og ljóst að þau gætu því ekki bæði verið áfram með fullt hús stiga í lok kvölds. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk Arsenal í kvöld og sá samherja sína ná góðu spili frá marki og þeirri sókn lauk þannig að franski framherjinn Alexandre Lacazette kom boltanum í markið og kom Arsenal þar með yfir 1-0. Adam hafði þó ekki staldrað lengi við í paradísinni, því þremur mínútum eftir mark Arsenal hafði Sadio Mané skorað fyrir Liverpool og jafnað metin í 1-1. Á 34. mínútu var svo röðin komin að vinstri bakverðinum hjá Liverpool, Andy Robertson, sem skoraði og kom heimamönnum þar með yfir, 2-1.

Portúgalinn Diego Jota sem kom til Liverpool frá Úlfunum á dögunum kom inn á sem varamaður og átti skota framhjá þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Á 87. mínútu skallaði David Luiz fyrirgjöf frá marki beint í fætur Diego Jota sem kláraði með snyrtilegu skoti í fjærhornið. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 3-1. 

Liverpool er sem fyrr með fullt hús stiga en Arsenal með sex stig eftir þrjá leiki.