Yfirgaf völlinn sökum kulda

epa08681620 Victoria Azarenka of Belarus reacts after her women's singles quarter-finals round match against Garbine Muguruza of Spain at the Italian Open tennis tournament in Rome, Italy, 19 September 2020.  EPA-EFE/Clive Brunskill / POOL
 Mynd: EPA

Yfirgaf völlinn sökum kulda

27.09.2020 - 12:09
Opna franska meistaramótið í tennis hófst í dag en mótið átti upphaflega að fara fram fyrr í sumar. Fjölmargir keppendur hafa kvartað undan aðstæðum og telja að of kalt sé til að spila tennis.

Mótið fer vanalega fram í lok maí og er þá að klárast í byrjun júní. Kórónuveirufaldurinn olli því að fresta þurfti mótinu sem hófst því í dag og er áætlað að mótinu ljúki þann 11. október. Mótið fer fram á Roland Garros vellinum í París. Samkvæmt veðurspánni geta keppendur gert ráð fyrir 11 - 18 gráðu hita á næstu dögum. 

Keppni í einliðaleik kvenna hófst í dag og urðu áhorfendur vitni að óvæntu atviki þegar Victoria Azarenka, sem eitt sinn sat í efsta sæti heimslistans, neitaði að halda leik áfram sökum veðurs. Hún var þá 2 - 1 yfir gegn Danke Kovinic þegar hún labbaði útaf vellinum og neitaði að spila áfram. Bar hún því við að það væri of kalt til að spila. Eftir að hafa rætt við skipuleggjendur og dómara var hún beðin um að bíða eftir að aðstæður myndu batna. Hún neitaði og sagði að það væri alltof kalt til að sitja og bíða, hún myndi frjósa. Azarenka bætti því við að hún byggi í Flórída og væri ekki vön kuldanum í París. 

Það náðist þó að sannfæra hana um að snúa aftur og klædd í jakka og leggings-buxur sigraði hún Kovinic örugglega. Veðurspá dagsins í París gerir ráð fyrir alla að 14 gráðu hita, vind og rigningu á köflum. Azarenka mætir annaðhvort Venus Williams eða Anna Schmiedlova í næstu umferð. 

Rafael Nadal þykir vera sigurstranglegastur í einliðaleik karla en hann hefur tólf sinnum staðið uppi sem sigurvegari á mótinu. Nadal segir að aðstæðurnar verði hans erfiðasti andstæðingur á mótinu í ár og erfitt sé að keppa utandyra í þessum aðstæðum.